Þriðja augað með Gísla og Hrafnkötlu er podcast þáttur þar sem farið er vítt og breitt yfir svið í málum hins andlega veruleika. Gísli og Hrafnkatla deila sinni eigin reynslu, upplifunum og þekkingu sem þau hafa öðlast bæði sem miðlar og sjáendur í gegnum lífið. Þau vilja vera í góðum tengslum við áhorfendur og eru opin fyrir öllum tillögum um umræðuefni í þáttunum og svara öllum spurningum sem berast til þeirra um andleg málefni. Þetta eru mjög persónulegir þættir sem enginn vill missa af.
Gísli Hvanndal er podcast þáttastjórnandi þar sem hann fær til sín fólk í andlegum málum í viðtöl í podcast þættinum sínum ,,Andlegu málin með Gísla Hvanndal.“ En þar fær hann til sín einstaklinga úr samfélaginu sem eru að vinna í andlegum málum og ræðir við þá um líf þeirra og starf.
Gísli er einnig með podcast þættina: ,,Heimspeki með Gísla Hvanndal og Jóni Ragnari“ og ,,Þriðja augað með Gísla og Hrafnkötlu.“
Gísli er einnig andlegur leiðbeinandi og starfar einnig við miðlun og spámiðlun og heldur námskeið nokkrum sinnum á ári um landið sem hafa orðið mjög vinsæl og eftirsóknarverð. Hægt er að hafa samband og/eða panta tíma hjá Gísla á síðunni og fær hann tilkynningu á netfang sitt og hefur samband við fyrsta tækifæri.
Hrafnkatla hóf andlegt ferðalag sitt fyrir 19 árum og hefur hún sótt alls kyns námskeið hér heima og erlendis ásamt því að fara í gegnum krefjandi lífsverkefni. Hrafnkatla er einnig hjúkrunarfræðingur en hún fann hjá sér snemma á lífsleiðinni mikla þörf fyrir að hjálpa fólki. Hrafnkatla er bæði spá- og sambandsmiðill og miðlar skilboðum frá ástvinum og leiðbeinendum.
Einnig býður hún upp á söngheilun þar sem notuð eru söngur og ljósmál sem samanstanda af allskonar mismunandi tónum og hljóðum sem vinna vel á bæði andlega og líkamlega hluta okkar. Ýmis veikindi myndast fyrst sem stíflur í andlega hlutanum okkar og við höfum möguleika á að grípa inn í áður en þau efnisbirtast í líkamanum. Í söngheilunni koma einnig alltaf fram skilaboð tengd heiluninni sjálfri og heilsu viðkomandi. Hrafnkatla er þar að auki með fjarheilun og fyrirbænaþjónustu.