Heimspeki

Hér með Jóni Ragnari kafar hann djúpt ofan í leyndardóma alheimsins með skemmtilegum húmor, sannleika og léttleika.

Þú getur einnig hlustað eða horft á...

Um mig

Hæ, ég heiti Gísli Hvanndal

Gísli Hvanndal er podcast þáttastjórnandi þar sem hann fær til sín fólk í andlegum málum í viðtöl í podcast þættinum sínum ,,Andlegu málin með Gísla Hvanndal.“ En þar fær hann til sín einstaklinga úr samfélaginu sem eru að vinna í andlegum málum og ræðir við þá um líf þeirra og starf.

Gísli er einnig með podcast þættina: ,,Heimspeki með Gísla Hvanndal og Jóni Ragnari“ og ,,Þriðja augað með Gísla og Hrafnkötlu.“

Gísli er einnig andlegur leiðbeinandi og starfar einnig við miðlun og spámiðlun og heldur námskeið nokkrum sinnum á ári um landið sem hafa orðið mjög vinsæl og eftirsóknarverð. Hægt er að hafa samband og/eða panta tíma hjá Gísla á síðunni og fær hann tilkynningu á netfang sitt og hefur samband við fyrsta tækifæri.

Gísli Hvanndal

Hæ, ég heiti Jón Ragnar

Jón Ragnar er 58 gamall sjómaður sem hefur alltaf haft mikinn áhuga á heimspeki og öllu sem að mannlegu eðli snýr. Fyrir fjórum árum upplifði hann sterka andlega vakningu með sterkri tengingu við Metatron. Í framhaldinu tengdist Jón Móðurinni/Guði. Síðan komu Jesú og St.Germain. Jón Ragnar hefur skrifað talsvert á andlegar síður og heldur úti tveimur síðum. Þær heita Viska, kraftur og fegurð og Lífsgátan.

Jón Ragnar tekur fólk í einkatíma og miðlar frá meisturunum.

Jón Ragnar