Einingin Podcast

Hrafnkatla og Jón Ragnar stíga á stokk og tala um sínar upplifanir af einingunni – þeirri vitund um að við erum öll eitt og hið sama, við komum frá sömu uppsprettu. Þau halda úti heimasíðum með pistlaskrifum og bjóða einnig upp á einkatíma í miðlun og heilun.

Heilun Hrafnkötlu
https://facebook.com/songheilun

Viska, Kraftur og fegurð
https://facebook.com/groups/305186357497630

Lífsgátan
https://facebook.com/groups/1098233481220214

Þú getur einnig hlustað eða horft á...

Um okkur

Hæ, ég heiti Jón Ragnar

Jón Ragnar er 58 gamall sjómaður sem hefur alltaf haft mikinn áhuga á heimspeki og öllu sem að mannlegu eðli snýr. Fyrir fjórum árum upplifði hann sterka andlega vakningu með sterkri tengingu við Metatron. Í framhaldinu tengdist Jón Móðurinni/Guði. Síðan komu Jesú og St.Germain. Jón Ragnar hefur skrifað talsvert á andlegar síður og heldur úti tveimur síðum. Þær heita Viska, kraftur og fegurð og Lífsgátan.

Jón Ragnar tekur fólk í einkatíma og miðlar frá meisturunum.

Jón Ragnar

Hæ, ég heiti Hrafnkatla

Hrafnkatla hóf andlegt ferðalag sitt fyrir 19 árum og hefur hún sótt alls kyns námskeið hér heima og erlendis ásamt því að fara í gegnum krefjandi lífsverkefni. Hrafnkatla er einnig hjúkrunarfræðingur en hún fann hjá sér snemma á lífsleiðinni mikla þörf fyrir að hjálpa fólki. Hrafnkatla er bæði spá- og sambandsmiðill og miðlar skilboðum frá ástvinum og leiðbeinendum.

Einnig býður hún upp á söngheilun þar sem notuð eru söngur og ljósmál sem samanstanda af allskonar mismunandi tónum og hljóðum sem vinna vel á bæði andlega og líkamlega hluta okkar. Ýmis veikindi myndast fyrst sem stíflur í andlega hlutanum okkar og við höfum möguleika á að grípa inn í áður en þau efnisbirtast í líkamanum. Í söngheilunni koma einnig alltaf fram skilaboð tengd heiluninni sjálfri og heilsu viðkomandi. Hrafnkatla er þar að auki með fjarheilun og fyrirbænaþjónustu.

Hrafnkatla Valgeirsdóttir