Hrafnkatla og Jón Ragnar stíga á stokk og tala um sínar upplifanir af einingunni – þeirri vitund um að við erum öll eitt og hið sama, við komum frá sömu uppsprettu. Þau halda úti heimasíðum með pistlaskrifum og bjóða einnig upp á einkatími í miðlun og heilun.
Í faðmi drottins vil ég vera,
kærleika og frið með mér bera,
til þeirra sem þörfin er mest,
ég sendi þeim himnana gest. - Gísli Hvanndal Jakobsson
Í minningu læknamiðilsins Einars Jónssonar á Einarsstöðum. Guð blessi hann og hans fjölskyldu.
Þriðja augað með Gísla og Hrafnkötlu er podcast þáttur þar sem farið er vítt og breitt yfir svið í málum hins andlega veruleika. Gísli og Hrafnkatla deila sinni eigin reynslu, upplifunum og þekkingu sem þau hafa öðlast bæði sem miðlar og sjáendur í gegnum lífið. Þau vilja vera í góðum tengslum við áhorfendur og eru opin fyrir öllum tillögum um umræðuefni í þáttunum og svara öllum spurningum sem berast til þeirra um andleg málefni. Þetta eru mjög persónulegir þættir sem enginn vill missa af.